Tonight’s hike was tough and cold but fun and challenging. With a group up on Úlfarsfell.
Tonight’s hike was tough and cold but fun and challenging. With a group up on Úlfarsfell.
Jæja, þá ertu kominn, febrúar. Ekki mikið skárri en janúar. Allavega stuttur.
Áhugavert.
Svo er bara búið að fresta göngunni í kvöld. Kannski fer ég bara samt!
Er að þvo og þurrka öll göngufötin mín eftir gönguna í gær svo ég geti farið í göngu í gulri viðvörun á morgun.
Covid heimildaserían Stormur byrjar vel. Fyrsti þáttur mjög vel gerður. Erfitt að horfa en vel þess virði. Ómetanlegt að skyggnast á bak við tjöldin og sjá hvernig fagfólk á öllum sviðum tókst á við þetta stóra verkefni.
Ganga helgarinnar var um Ketilstíg, í grennd við Krýsuvík. Hún var köld og blaut.
Keypti Iittala glös. Tók að sjálfsögðu límmiðana af þeim um leið og þau komu upp úr kössunum.
Var alveg búinn að gleyma harðsperrum. Gott á mig!
Mmmm, hákarladurum.
Eftir nokkrar vikur án fuglaappsins í símanum ákvað ég að setja það upp aftur. Mér sýnist ýmislegt hafa horfið, til dæmis er „Latest“ tímalínuröðunin alveg farin og ég get ekki lengur séð hvaða client er notaður til tvítsins.
Vil ekki vera að gorta en í gær keypti ég notað píanó og sótti app á iPadinn. Ótrúlegt hvað er hægt að læra mikinn grunn á tveimur dögum. Ég hef vissulega lært tónfræði og eitthvað smá á önnur hljóðfæri en þetta kom mér á óvart.
Er hálf þjóðin í geðlægð yfir leiknum í gær? Þá vil ég bara benda á fyrsta geðorðið: Hugsaðu jákvætt, það er léttara.
Ekkert skemmtilegt í ríkissjónvarpinu í kvöld ☹️
Þessi skilaboð sendi ég óvart á manneskju sem ég þekki ekki. Er bara að fara heim til viðkomandi að skoða píanó til sölu.
If you’re not early, you’re late.
Kjarninn fer svona afturábak í tækniþróun. Fyrst iPad miðill, svo vefur, og nú eftir sameininguna við Stundina, á prenti.
Einu sinni gat maður keypt bjór á bar fyrir minna en 700 kall. Nú er lítil sódavatnsflaska á þessu verði.
Heyrði eitthvað sportköfunarnámskeið auglýst með vefslóð í útvarpi en dæf .is virkar ekki
Besti staðurinn fyrir smjör og smjörva er efst í ísskápshurðinni. Þar er hitinn hæstur.
Er ekki á mála hjá þeim eða neitt – en ef þú ert eins og ég og finnst gott að fá þér Red Supreme eða aðra „signature“ drykki hjá Joe&TheJuice nokkrum sinnum í mánuði þá borgar sig að kaupa klippikort í appinu. Drykkurinn kostar þá 1000 kr í stað 1590.
Ákveðinn hápunktur í þessari ferð að fá Mariachi band að borðinu.
Hef varið gamlársdeginum í mjög stórri verslanamiðstöð hérna í Fort Lauderdale þar sem fólk kemur með ferðatöskur til að bera varninginn á milli búða og út í bíl. Geri það næst. Endaði í Super Target sem er skemmtileg búð með öllu mögulegu, líka matvöru.
Avatar 2 í IMAX í kvöld. Er því miður kominn með hefð því ég hef bara einu sinni áður farið á svona IMAX 3D sýningu og þá mætti ég líka þegar myndin var byrjuð. Flott sjónrænt séð en sagan frekar einföld. Á erfitt með 3D myndir en náði að sættast við þetta enda mikið í það lagt.
Avatar 2 í IMAX í kvöld. Er því miður kominn með hefð því ég hef bara einu sinni áður farið á svona IMAX 3D sýningu og þá mætti ég líka þegar myndin var byrjuð. Flott sjónrænt séð en sagan frekar einföld. Á erfitt með 3D myndir en náði að sættast við þetta enda mikið í það lagt.