Eftir að Hitaveita Suðurnesja var klofin í HS veitur og HS orku samkvæmt þá nýlegum lagakröfum var fólki þar á bæ ljóst að setja þurfti upp nýjan vef fyrir HS veitur.
Þegar vinnan fór af stað lá fyrir ný mörkun fyrir HS veitur og hönnun vefsins grundvallaðist á henni.
Vefur HS veitna fór fyrst í loftið 2019. Hann hefur síðan tekið einhverjum breytingum en yfirbragð hans og ásýnd hefur haldið sér.
Flóknasti hluti verkefnisins voru Mínar síður þar sem lagt var upp með að setja upplýsingar fram á skýran og þægilegan hátt. Þar geta viðskiptavinir nálgast upplýsingar um orkunotkun, reikninga og fleira.
Lagt var upp með að vefurinn væri léttur og þægilegur í notkun.
Vefurinn var hannaður hjá Vettvangi.